Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sorpgámur tókst á loft í Innri Njarðvík
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 7. febrúar 2022 kl. 07:41

Sorpgámur tókst á loft í Innri Njarðvík

Stór sorpgámur tókst á loft í Innri Njarðvík í óveðrinu í nótt og fauk talsverða vegalengd áður en hann staðnæmdist á Tjarnabrautinni.

Björgunarsveitarfólk úr Björgunarsveitinni Suðurnes var kallað til. Var gámurinn dreginn í burtu og bundinn við ljósastaur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í birtingu á að koma gámnum aftur á sinn stað við verslunarhús í hverfinu. VF-myndir: Hilmar Bragi