Sorpeyðingarstöðin Kalka formlega opnuð
Kalka, brennslustöð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, var opnuð við formlega athöfn í dag.
Fjölmennt var við athöfnina þar sem starfsmenn stöðvarinnar, sveitarstjórnarfólk, stjórnarmenn og fleiri fyrirmenni komu saman í góða veðrinu og gæddu sér á veitingum.
Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra var meðal gesta og fékk í gjöf frá Sorpeyðingarstöðinni forláta sóp, handmálaðan og merktan.
Athöfninni lauk er forsvarsmenn vélsmiðjunnar Héðins afhenti Guðjóni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra sorpeyðingarstöðvunar, platta með nafni stöðvarinnar.
VF-mynd/Þorgils