Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sorglega fámenn mótmæli
Föstudagur 22. október 2010 kl. 13:02

Sorglega fámenn mótmæli

Suðurnesjafólki virðist vera alveg sama um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þá staðreynd að tugum starfsmanna verður sagt upp og þjónustan skert enn meira. Þetta sagði einstaklingur sem tók þátt í mótmælum á Austurvelli við Alþingishúsið síðdegis í gær til stuðnings Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sá hinn sami hafði orð á því að mótmælin væru sorglega fámenn og spurði sig hvar fjölskyldur starfsmanna HSS væru?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um 50 manns tóku þátt í mótmælastöðu á Austurvelli síðdegis í gær með kröfuspjöld á lofti þar sem krafist var heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og bent á ýmsar staðreyndir sem blasa við þegar í dag og munu verða komi til frekari niðurskurðar hjá stofnuninni.

Þingmenn Suðurkjördæmis komu út á Austurvöll og ræddu við mótmælendur og buðu þeim inn í þinghúsið í kaffi, enda kalt í veðri. Flestir þáðu kaffiboðið og voru höfð skoðanaskipti í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins í þinghúsinu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við mótmælin í gær.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson