Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar sunnudaginn 12. nóvember 2023 kl. 16:51
Sonurinn hringdi og sagði að íbúðin hafi verið í rúst
Linda í Palóma í Grindavík, náði næstum því að hafa opið til sex en dreif sig heim þegar sonurinn hringdi skelkaður
„Ég lokaði kl. korter í sex svo það munaði litlu að ég næði að hafa opið allan daginn en eftir að sonur minn hringdi í mig að heiman og sagði að íbúðin væri í rúst, skellti ég í lás,“ segir Linda Gunnarsdóttir, eigandi tískufataverslunarinnar Palóma í Grindavík. Viðtalið má heyra í spilaranum.