Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Söngvaskáld slá í aukatónleika um Villa Vill
Mánudagur 11. apríl 2016 kl. 10:33

Söngvaskáld slá í aukatónleika um Villa Vill

Vegna mikillar eftirspurnar og þar sem færri komust að en vildu á tónleika Söngvaskálda á Suðurnesjum um Vilhjálm Vilhjálmsson frá Merkinesi verða tónleikarnir  endurteknir í Bergi í Hljómahöll fimmtudaginn 12. maí kl. 20:00

Miðasala hefst í dag og fer hún fram á hljomaholl.is og í Hljómahöll, miðaverð er kr. 3.200.

Aðeins 100 miðar eru í boði, svo ljóst er að áhugasamir ættu að hafa hraðar hendur.
 
Tónleikaröðin Söngvaskáld á Suðurnesjum fékk fljúgandi start en fjallað var um þrenn söngvaskáld á jafnmörgum tónleikum í febrúar, mars og apríl, Vilhjálm Vilhjálmsson, Sigvalda Kaldalóns og Jóhann Helgason. Flytjendur eru Dagný Gísladóttir, Elmar Þór Hauksson og Arnór Vilbergsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024