Söngur og gleði í Garði
Það var söngur og gleði á þjóðhátíðardaginn í Sveitarfélaginu Garði. Nú er haldinn þar fyrsti þjóðhátíðardagurinn í nýju bæjarfélagi. Ungar snótir voru á sviði þegar ljósmyndari Víkurfrétta hafði viðkomu í Garðinum á yfirferð sinni um Suðurnesin. Þær voru að flytja tónlist úr söngleik sem settur var upp í Garðinum í vor. Skemmtilegt framtak það og skemmtunin í dag tókst mjög vel og var vel sótt. Hátíðarhöldin voru innandyra, en á útisvæði voru hestar, lestarferðir og sölutjöld, ásamt hoppikastala og grilli.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson