Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Söngkeppni framhaldsskólanna: Nanna Bryndís í þriðja sæti
Sunnudagur 15. apríl 2007 kl. 21:00

Söngkeppni framhaldsskólanna: Nanna Bryndís í þriðja sæti

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, náði þeim frábæra árangri að hafna í þriðja sæti í söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram í gær.

Nanna söng eigið lag og ljóð, Gleym-mér-ei, en henni til fulltingis voru þau Guðrún Harpa Atladóttir og Sigurður Freyr Ástþórsson.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson frá Verkmenntaskólanum á Akureyri var hlutskarpastur, en Arnar Már Friðriksson úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla, var í öðru sæti.

Keppnin var haldin á Akureyri, en við komuna heim, nú um kvöldmatarleytið, mætti Nönnu Bryndísi og félögum hópur samnemenda sem fögnuðu þeim innilega.

 

Myndir úr útsendingu RÚV

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024