Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Söng Bláu augun í Sólbrekkuskógi
Laugardagur 4. september 2004 kl. 18:51

Söng Bláu augun í Sólbrekkuskógi

Sólbrekkuskógur var í dag opnaður almenningi með formlegum hætti í átaki sem Skógræktarfélag Íslands stendur í í samstarfi við Olís og Alcan. Við opnunina mætti Rúnar Júlíusson með kassagítarinn og söng nokkur gömul og góð lög. Hann endaði síðan á því að syngja Bláu augun og undir var tekið í skóginum.
Það var hins vegar Árni Mathieasen sjávarútvegsráðherra sem opnaði skóginn í Sólbrekkum formlega með flugeldasýningu, sem mun vera einsdæmi við skógaropnun hér á landi og erlendis, enda fara flugeldar og skógur ekki vel saman. Sólbrekkuskógur er í umsjón Skógræktarfélags Suðurnesja.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024