Sölvi sigraði
Sölvi Logason sigraði í Stóru upplestrarkeppninni sem lauk núna síðdegis í Njarðvíkurkirkju. Tólf keppendur voru mættir til leiks frá Grunnskólanum í Sandgerði, Heiðarskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla, Njarðvíkurskóla og Stóru-Vogaskóla. Keppendur lásu í þremur umferðum, kafla úr sögunni Vestur í bláinn eftir Kristínu Steinsdóttur, ljóð eftir Birgi Svan Símonarson og að lokum ljóð að eigin vali. Frammistaða keppenda var alveg til fyrirmyndar og var dómnefndin ekki öfundsverð af hlutverki sínu. Niðurstaðan varð sú að Sölvi hlaut 1. sæti, Þórarna Salome Brynjólfsdóttir í öðru og í þriðja sæti hafnaði Björg Kristjánsdóttir.
Mynd: Sölvi Logason ánægur þegar úrslit Stóru upplestrarkeppninnar lágu fyrir. Fleiri myndir frá keppninni eru væntanlegar á vf.is. VF-mynd: Ellert Grétarsson
Mynd: Sölvi Logason ánægur þegar úrslit Stóru upplestrarkeppninnar lágu fyrir. Fleiri myndir frá keppninni eru væntanlegar á vf.is. VF-mynd: Ellert Grétarsson