Sölusýning og kökubasar til styrktar heyrnarskertum dreng
Í leikskólanum Gefnarborg í Garðinum er tveggja ára gamall drengur sem heitir Óðinn Freyr. Á fyrsta aldursári greindist hann mikið heyrnarskertur og þarf hann að takast á við í daglega lífinu. Hann hefur þó von um að öðlast heyrn, en til þess þarf hann að fara í kuðungsígræðslu til Svíþjóðar í sumar. Mikið álag fylgir svona aðgerð, bæði andlegt og fjárhagslegt.
Til að létta undir með fjölskyldu hans ætla börn, foreldrar og starfsfólk Gefnarborgar að taka höndum saman laugardaginn 11.júní klukkan 10:00 til 12:00 í leikskólanum og selja listaverk sem börnin hafa unnið og einnig kökur sem foreldrafélagið mun sjá um.
Stofnaður hefur verið reikningur í Sparisjóðnum í Garðinum, númer hans er: 1192 – 05 – 300522, þar sem hægt er leggja inn ef fólk vill leggja þessu málefni lið.
Fólk er hvatt til að sýna þessari ungu fjölskyldu samhug með því að kaupa listaverk á vægu verði og góðgæti með kaffinu.
VF-mynd/Margrét