Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sólseturshátið fer fram næstu helgi
Mánudagur 20. júní 2011 kl. 09:29

Sólseturshátið fer fram næstu helgi

Sólseturshátíðin verður nú haldin í sjöunda sinn í sveitarfélaginu Garði en hátíðin fer fram 23.-26. júní. Fjölbreytt dagskrá verður að venju en meðal skemmtikrafta sem troða upp verða hljómsveitirnar Of Monsters And Men og Valdimar auk þess sem Friðrik Dór tryllir lýðinn.

Hátíð sem þessi er haldin í þeim megintilgangi að þjappa íbúum sveitarfélagsins saman, styrkja vináttu og sambönd en ekki síst til að gleðja börnin með þroskandi verkefnum sem veita gleði og góðar minningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á dagskránni er eitthvað sem ætti að gleðja hvern mann og má þar nefna:

-Streetball mót
-Hjólarúntur
-Listasýningar
-Sjósund
-Gönguferð
-Götugrill
-Barnaskemmtun
-Kvöldvaka og margt fleira

Fram koma:

-Leikjópurinn Lotta
-Valdimar
-Obbosí
-Friðrik Dór
-Léttsveit Keflavíkur
-Of Monsters And Men
-Siggi prestur

Auk fleiri atriða.