Sólríkt en kalt
Það verður bjart en kalt við Faxaflóann samkvæmt veðurspá dagsins sem hljóðar upp á norðaustan 3-10 m/s og frost á bilinu 2 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Suðaustan 10-18 m/s með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu S- og V-lands. Mun hægari vindur á N- og A-landi, þykknar upp og dregur úr frosti.
Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu eða slyddu með köflum, en þurrt að mestu NA-lands. Hiti víða 0 til 6 stig.
--
VFmynd/elg – Falleg birta við Stað í Grindavik.