Sóley Halla aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla
Sóley Halla Þórhallsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla. Sóley Halla lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1977, stundaði myndlistarnám við KHÍ og listasögu við Háskóla Íslands á árunum 1996-1997 og stundar nú Dipl.Ed stjórnunarnám við HÍ.Sóley Halla hefur kennt við Njarðvíkurskóla frá árinu 1990 með árs hléi á tímabilinu 1996-1997. Þar áður kenndi Sóley Halla við Grunnskóla Ólafsvíkur og Grunnskóla Suðureyrar frá 1977.