Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sólborg leiðir starfshóp um kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum
Sólborg er með eina af metsölubókum ársins, Fávitar.
Þriðjudagur 15. desember 2020 kl. 11:52

Sólborg leiðir starfshóp um kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum

Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlestari, bókarútgefandi og áhrifavaldur hefur verið skipaður formaður starfshóps um kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum af menntamálaráðherra sem einnig skipaði Sigríði Dögg Arnardóttur, kynfræðing og rithöfund, í hópinn.

Hópurinn á að skila áfangaskýrslu með kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðartillögum fyrir lok febrúar og ljúka störfum í lok maí 2021. Þær Sólrún og Sigríður eru báðar Keflvíkingar en Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, frá Kennarasambandi Íslands er einnig fædd og uppalin í Keflavík en hún er fulltrúi Kennarasambands Íslands í starfshópnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helstu verk­efni hóps­ins:

Gera til­lögu að fram­kvæmd kennslu í kyn­fræðslu og of­beld­is­for­vörn­um á grunn- og fram­halds­skóla­stigi.

Láta vinna stöðukönn­un á fram­kvæmd kyn­fræðslu í grunn- og fram­halds­skól­um þar sem m.a. komi fram viðhorf skóla­stjórn­enda, nem­enda og kenn­ara.

Taka af­stöðu til hvort og þá hvaða breyt­ing­ar þurfi að gera á aðal­nám­skrám grunn- og fram­halds­skóla, á inn­taki kenn­ara­mennt­un­ar, hlut­verki skóla­hjúkr­un­ar­fræðinga, náms­ráðgjafa og tóm­stunda­fræðinga til að kyn­fræðsla á þess­um skóla­stig­um verði með full­nægj­andi hætti.

Gera til­lög­ur um með hvaða hætti best sé að miðla fræðslu um kyn­líf og kyn­heil­brigði.

Starfs­hóp­inn skipa:

Sól­borg Guðbrands­dótt­ir, fyr­ir­les­ari og formaður hóps­ins, án til­nefn­ing­ar,

Sig­ríður Dögg Arn­ar­dótt­ir kyn­fræðing­ur og rit­höf­und­ur án til­nefn­ing­ar,

Sól­ey Sesselja Bend­er, pró­fess­or og forstöðumaður fræðasviðs um kyn­heil­brigði í Há­skóla Íslands, án til­nefn­ing­ar,

Unn­ur Þöll Bene­dikts­dótt­ir, án til­nefn­ing­ar,

Sig­urþór Maggi Snorra­son, Sam­band ís­lenskra fram­halds­skóla­nema,

Ingólf­ur Atli Inga­son, Sam­fés - lands­sam­tök fé­lags­miðstöðva og ung­menna­húsa á Íslandi,

Kol­brún Hrund Sig­ur­geirs­dótt­ir, Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga,

Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, Kenn­ara­sam­band Íslands

Sigrún Sól­ey Jök­uls­dótt­ir, Mennta­mála­stofn­un,

Ása Sjöfn Lórens­dótt­ir, Þró­un­ar­miðstöð heilsu­gæsl­unn­ar,

Ingi­björg Guðmunds­dótt­ir, Embætti land­lækn­is,

Þóra Björt Sveins­dótt­ir, Stíga­mót,

Indí­ana Rós Ægis­dótt­ir, Kynís – Kyn­fræðifé­lagi Íslands.

Sólborg og Sigríður hafa verið duglegar að vekja athygli á kynfræðslu og m.a. rætt málin í viðtali við Víkurfréttir en Sólborg hefur starfað sem blaðamaður hjá VF í gegnum tíðina.