Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sólborg Guðbrandsdóttir framúrskarandi ungur Íslendingur 2022
Ríkey Jóna Eiríksdóttir landsforseti JCI, Sólborg Guðbrandsdóttir Framúrskarandi Ungur Íslendingur 2022 og Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson. Mynd: Ragnar F. Valsson
Fimmtudagur 1. desember 2022 kl. 13:52

Sólborg Guðbrandsdóttir framúrskarandi ungur Íslendingur 2022

Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut í gær titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í KR heimilinu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI. Það eru einmitt samtökin JCI á Íslandi sem veita verðlaunin á hverju ári en Sólborg var tilnefnd fyrir framlag sitt og afrek á sviði menntamála. Verðlaunagripurinn er einstakt listaverk eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson.

Á hverju ári óskar JCI hreyfingin eftir tilnefningum til verðlaunanna og dómnefnd velur síðan 10 einstaklinga sem hljóta viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Hér er hægt að lesa um Topp tíu hópinn í ár. Verðlaunin sjálf eru síðan veitt til eins einstaklings sem þykir skara sérstaklega fram úr. Aðrir sem voru tilnefndir í ár eru Anna Sæunn Ólafsdóttir, Björn Grétar Baldursson, Daníel E. Arnarsson, Embla Gabríela Börgesdóttir Wigum, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Ingvi Hrannar Ómarsson ,Stefán Ólafur Stefánsson, Viktor Ómarsson og Vivien Nagy.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024