Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sólbaðsveður í Bláa lóninu í dag
Þriðjudagur 9. júlí 2002 kl. 11:57

Sólbaðsveður í Bláa lóninu í dag

Það er um að gera að njóta góða veðursins í dag því þegar nær dregur helginni má búast við því að sólin fari í frí og búast má við skúrum víða um land. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta er Bláa lónið algjör sælureitur í dag og tilvalið að skella sér þangað og njóta sólarinnar og fá lit á kroppinn. Meðfylgjandi er veðurspá næstu daga.Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan 5-10 m/s, bjart með köflum og hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins síðdegis.

Á fimmtudag: Norðan 3-8 m/s og skýjað með köflum á Suður- og Vesturlandi, en hæg norðlæg eða breytileg átt annars staðar og rigning með köflum. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.

Á föstudag og laugardag: Hæg suðaustan- og austanátt og rigning eða súld með köflum, en skýjað og úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðanlands.

Á sunnudag og mánudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum eða skúrir víða um land. Hiti 8 til 15 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024