Fréttir

Sól og stórhríð til skiptis
Fimmtudagur 17. apríl 2014 kl. 08:30

Sól og stórhríð til skiptis

Það hafa verið ýmis tilbrigði í veðrinu síðustu daga. Sól í heiði aðra stundina og snjóbylur þess á milli. Grindavíkurvegur varð flugháll um tíma í gær þegar talsvert snjóaði á stuttum tíma. 
 
A.m.k. ein bifreið valt í hálkunni og hafnaði á toppnum úti í móa. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki.
 
Meðfylgjandi mynd var tekin við Grindavíkurveginn í gær og sýnir m.a. nýtt viðvörunarskilti sem varar við hættu á ísingu. 
 
VF-mynd: Hilmar Bragi
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024