Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sól og hiti á sunnudaginn!
Föstudagur 5. júlí 2002 kl. 14:01

Sól og hiti á sunnudaginn!

Suðurnesjamenn verða að sætta sig við rigingu í dag og smáskúrir. Á sunnudag má búast við bjartviðri og allt að 18 stiga hita, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðaustan 8-13 m/s, en 5-10 í kvöld. Súld eða rigning. Fremur hæg austlæg átt og smáskúrir á morgun. Hiti 8 til 15 stig.

Sunnudagur: Austan og norðaustan 3-10 m/s. Smáskúrir suðaustantil á landinu. Bjart með köflum annars staðar, en þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suðvestan- og vestanlands.

Mánudagur og þriðjudagur: Norðanátt og súld með köflum norðaustan- og austanlands, en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suðvestantil á landinu.

Miðvikudagur: Hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast í innsveitum.

Fimmtudagur: Sunnanátt með rigningu vestantil á landinu, en bjartviðri og hlýtt norðaustan- og austanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024