Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sól í dag – þykknar upp á morgun
Fimmtudagur 24. júní 2010 kl. 08:37

Sól í dag – þykknar upp á morgun


Í dag verður austlæg átt á suðvesturhorninu, 3-8 m/s. Skýjað með köflum, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 13 til 18 stig að deginum. Spáin gerir ráð fyrir skýjuðu veðri um helgina og lítilsháttar rigningu á laugardaginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað að mestu og sums staðar væta um vestanvert landið, annars bjart að mestu en þokubakkar við N- og A-ströndina. Hiti 12 til 18 stig, en svalara á annesjum N- og A-lands.

Á sunnudag:

Austlæg átt, 8-13 m/s syðst á landinu og við N-ströndina, annars hægari. Skýjað og úrkomulítið sunnantil á landinu, en annars skýjað með köflum. Hiti breytist lítið.

Á mánudag og þriðjudag:
Austan- og norðaustanátt og rigning með köflum á austanverðu landinu, en annars skýjað að mestu og þurrt. Hiti 8 til 14 stig.

Á miðvikudag:

Austanátt og skúrir. Fremur svalt í veðri, einkum N- og A-lands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024