Sökkvandi báti fylgt til Grindavíkur
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason fylgdi í kvöld sökkvandi báti til hafnar í Grindavík. Þetta er fimmta útkallið hjá björgunarskipinu á jafn mörgum kvöldum.Útkall barst til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar rétt fyrir kl. níu í kvöld og var björgunarskipið Oddur V. Gíslason þegar mannað. Smábáturinn Anton GK 68 var að fyllast af sjó en báturinn var staddur skammt austur af Hópsnesi við Grindavík. Þegar björgunarskipið kom á vettvang kl. 21:30 var Anton GK nær sokkinn að aftan en mikill sjór var kominn í bátinn. Lensidælur virkuðu þó enn og báturinn hafði vélarafl. Einnig voru fluttar um borð dælur úr björgunarskipinu.
Anton GK sigldi fyrir eigin vélarafli til hafnar en haft var á orði á bryggjunni í Grindavík að ekki hafi mátt tæpara standa. Báturinn var við það að sökkva. Slökkvilið Grindavíkur var á bryggjunni í Grindavík með öflugar dælur og þegar var hafist handa við að dæla úr bátnum. Gekk það vel og hafði tekist að koma í veg fyrir lekann kl. 22:30.
Anton GK sigldi fyrir eigin vélarafli til hafnar en haft var á orði á bryggjunni í Grindavík að ekki hafi mátt tæpara standa. Báturinn var við það að sökkva. Slökkvilið Grindavíkur var á bryggjunni í Grindavík með öflugar dælur og þegar var hafist handa við að dæla úr bátnum. Gekk það vel og hafði tekist að koma í veg fyrir lekann kl. 22:30.