Sökk í Njarðvíkurhöfn
Bátur sem legið hefur bundinn við bryggju í Njarðvíkurhöfn um tíma, er sokkinn við bryggjuna. Eftir því sem VF kemst næst stóð upphaflega til að gera bátinn út til hvalaskoðunar en af þeim áformum hefur ekki orðið og hefur báturinn legið óhreyfður við bryggju í reiðileysi síðustu árin. Líklega hafa botnlokar bátsins rygðað og gefið sig með þessum afleiðingum.
Ekki liggur ljóst fyrir hvert framhald málsins verður en forsvarsmenn Reykjaneshafnar segja það hlutverk eigandans að gera viðeigandi ráðstafanir með skipið.