Sögusýningin í Duus safnahúsum senn á enda
Afmælissýning HS Orku sem sett var upp fyrir Ljósanótt í fyrra í tilefni af hálfrar aldar afmælinu lýkur 10. ágúst nk.
Upphaflega átti sýningin einungis að standa í einn mánuð en í  samstarfi við Duus Safnahús / Duus Museum og Reykjanes Unesco Global Geopark - Iceland hefur hún fengið að lifa í sýningarsalnum Gryfjunni í bráðum eitt ár.
Fastasýning Reykjanes Geopark í Gryfjunni var einnig uppfærð að hluta á þessu tímabili í samstarfi við HS Orku og hönnunarsnillingana Gagarin.
Afmælissýningin verður flutt yfir í Reykjanesvirkjun þar sem henni er ætlaður staður til framtíðar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				