Sögusýning í Duushúsum opnar í dag
Í dag kl. 16 opnar sögusýning í Duushúsum í tilefni þess að í ár er þess minnst að 25 ár eru frá því að Byggðasafn Reykjanesbæjar var opnað með formlegum hætti.
Á sýningunni má sjá fjölmarga muni úr geymslum safnsins, aðallega frá 20. öld, og er markmið sýningarinnar að sýna fram á fjölbreytileika safnkostanna.
Sýningin mun standa næsta árið.