Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sögustund á aðventu í Heiðarskóla
Þriðjudagur 7. desember 2004 kl. 13:41

Sögustund á aðventu í Heiðarskóla

Heiðarskóli hefur tekið upp á þeirri nýbreytni í ár að standa fyrir sögustund á aðventu þar sem að foreldrar nemenda, aðrir aðstandendur eða einfaldlega áhugasamir bæjarbúar lesa fyrir nemendur í 1.-5. bekk.

Leikurinn hófst í gær og verður einn gestalesari á dag út vikuna. Í dag las Guðbjörg Sveinsdóttir fyrir börnin og voru krakkarnir í 2. GP afskaplega áhugasöm þar sem hún las fyrir þau bókina Jóladýrin.

Sóley Halla þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri, segir viðbrögðin góð hjá krökkunum. „Þeim finnst þetta voða gaman og svo er þetta líka tækifæri fyrir áhugasama að koma inn í skólann og taka þátt í starfinu.“

Á morgun kemur svo Þorgrímur Þráinsson í skólann og les valda kafla úr bókum sínum fyrir krakkana í 6.-10. bekk.

Annars er jólaundirbúningurinn kominn á fullt í Heiðarskóla og er boðið upp á piparkökur og súkkulaði á hverjum morgni fyrir nemendur og á fimmtudaginn verður hangikjöt í matinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024