Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Söguskilti afhjúpað á stórafmæli Tjarnasels
Kjartan Már, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bauð leikskólabörnum Tjarnarsels upp á ís.
Föstudagur 18. ágúst 2017 kl. 16:56

Söguskilti afhjúpað á stórafmæli Tjarnasels

Nýtt söguskilti við Strandleið var afhjúpað í dag en skiltið var gjöf frá Reykjanesbæ til Tjarnasels í tilefni 50 ára afmælis leikskólans. Skiltið er við steintröllin „Stein og Sleggju“ sem horfa út á hafið neðan við Bakkalág. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, og leikskólabörn Tjarnasels afhjúpuðu söguskiltið.

Nokkur lög voru sungin af leikskólabörnunum, þar með talinn afmælissöngurinn og bæjarstjórinn bauð öllum upp á ís.

Þetta er eitt af fyrstu skiltunum sem nú hafa verið sett upp á íslensku og ensku í bænum en fleiri skilti munu bætast við á næstu vikum. Um er að ræða skilti sem innihalda upplýsingar um sögu bæjarfélagsins, sögu þjóðar og landafræði. Erlendir ferðamenn, ekki síður en heimamenn, sýna skiltunum mikinn áhuga en þau eru unnin af starfsfólki Reykjanesbæjar, Plexígleri og Skiltagerðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024