Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sögukort Íslands komið út
Fimmtudagur 25. nóvember 2010 kl. 13:56

Sögukort Íslands komið út


Sögukort Íslands er heiti átta nýrra korta sem segja sögu Íslands í máli og myndum. Þar er kynnt er saga og arfleifð Íslands og landshlutanna frá landnámi og fram á 20. öld. Eitt kortanna sýnir allt landið en hin sjö eru af jafnmörgum landshlutum: Suðvesturlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi.

Á framhlið hvers korts er að finna fjölda  teikninga eftir Ingólf Björgvinsson og texta um merkisstaði, atburði, þjóðsögur og annan fróðleik um sögu lands og þjóðar. Alls eru um 250 teikningar á kortunum öllum. Á bakhliðum kortanna eru svo ítarlegar upplýsingar um lífshætti, sagnir, dýr og fugla, lækninga- og matjurtir, þjóðlegan íslenskan mat, atvinnuhætti og ferðaþjónustu svo fátt eitt sé talið.
Textinn er við hæfi allra aldurshópa  og ætti því að vera tilvalinn ferðafélagi á löngum ökuferðum auk þess sem ensku kortin eru góð gjöf til vina erlendis. Þá nýtast kortin vel í skólastarfi, s.s. við kennslu í Íslandssögu, landafræði Íslands og grenndarfræðslu.

Kortin eru í stærðinni A1 (84x59 sm)  og er hægt að kaupa þau stök eða öll saman í fallegri öskju. Kortin fást í bókabúðum um alltland, á  bensínstöðvum N1 vítt og víðar.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024