Söfnunarkassar tæmdir í innbroti
Tilkynnt var um innbrot í veitingahúsið Vitann í Sandgerði í vikunni. Höfðu verið brotnir upp tveir söfnunarkassar og þeir tæmdir. Ekki kemur fram í bókum lögreglunnar hversu mikil fjárhæð var í kössunum.Klukkan 14.43 á mánudag var tilkynnt um skemmdarverk í Grunnskóla Grindavíkur. Hafði verið brotin rúða á suðurhlið skólans. Einnig höfðu verið unnar skemmdir á útihurðum í tveimur nýjum útistofum skólans.
Klukkan 23:04 á fimmtudag var tilkynnt að ekið hafi verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið við Heiðarhvamm í Keflavík og að tjónvaldur hafi horfið af vettvangi án þess að láta vita af sér. Dæld er á vinstri afturhurð.
Klukkan 23:04 á fimmtudag var tilkynnt að ekið hafi verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið við Heiðarhvamm í Keflavík og að tjónvaldur hafi horfið af vettvangi án þess að láta vita af sér. Dæld er á vinstri afturhurð.