Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Söfnun hafin til styrktar Arnari
Fimmtudagur 6. febrúar 2003 kl. 13:33

Söfnun hafin til styrktar Arnari

Arnar Helgi Lárusson sem lamaðist frá brjósti sl. haust segir í viðtali við Víkurfréttir að hann sé á leið til Frakklands þar sem hann muni gangast undir sérstaka leisermeðferð vegna lömunar sinnar. Arnar er bjartsýnn á árangur en gerir sér ljóst að líkurnar eru ekki sláandi miklar á að umtalsverður árangur náist:„Hugsaðu þér ef ég gæti pissað eðlilega eftir meðferðina og ég tala nú ekki um ef ég gæti gengið í spelkum. Ég lít á mig sem ákveðið tilraunadýr því á meðan þessar aðferðir eru ekki viðurkenndar þarf menn eins og mig til að sýna fram á að þetta beri árangur. Ég geri þetta í þágu vísindanna og ef árangur verður af þessu mun ég láta heyra í mér þegar ég kem heim. Ég vil að þetta nýtist öðrum og ég fer bjartsýnn til Frakklands,“ segir Arnar að lokum.

Fjölskyldur Arnars og Sóleyjar með hana í fararbroddi hafa hafið söfnun til þess að Arnar komist út til Frakklands í meðferðina. Víkurfréttir hafa ákveðið að veita þeim styrk með því að gefa þeim eina blaðsíðu í blaðinu þar sem merki þeirra fyrirtækja sem styrkja þau munu koma fram.

Stofnaður hefur verið reikningur í Sparisjóðnum í Keflavik, nr. 1109-05-409500 þar sem einstaklingar geta lagt sitt af mörkum til meðferðar Arnars.

Viðtalið við Arnar og Sóley konu hans er hægt að lesa hér!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024