Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sofnaði undir stýri
Miðvikudagur 24. janúar 2007 kl. 09:24

Sofnaði undir stýri

Bílvelta varð um miðjan daginn í gær á Reykjanesbraut, skammt austan við Grindavíkurgatnamótin.  Þar mun ökumaður hafa sofnað undir stýri og farið yfir á öfugan vegarhelming.  Þaðan hafnaði hann utan vegar, endastakkst og fór heilan hring í loftinu áður en hann hafnaði á hjólunum.  Ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunnar en slapp með lítil meiðsl.

Lögreglunni á Suðurnesjum var í gær tilkynnt um tvö tilvik þar sem ekið var utan í kyrrstæðar bifreiðar og stungið af. Annað tilvikið var við Sandgerðishöfn en hin við Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

Mynd: Hér hefði vissulega getað farið verr en bílstjórinn, sem sofnaði undir stýri, slapp lítið slasaður.

 

VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024