Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sofið úti á miðri götu!
Mánudagur 22. júlí 2002 kl. 14:52

Sofið úti á miðri götu!

Þeim fer fjölgandi sem ferðast í húsbílum og skoða heiminn. Erlendir gestir gerðu Ægisgötuna í Keflavík að náttstað sínum um helgina. Erlendis hefðu yfirvöld sigað lögreglu á viðkomandi, enda óheimilt að gera götur bæjarins að náttstað. Hérna fengu viðkomandi að sofa án athugasemdar, þó svo í bæjarfélaginu sé rekið myndarlegt tjaldstæði þar sem þessi bíll hefði átt heima.Nýlega hreiðruðu 20 húsbílar um sig á bílastæði á Egilsstöðum. Samkvæmt fréttum þaðan brást fólkið ókvæða við þegar því var bent á að það væri ekki heimilt að "gera sér náttstað hvar sem er". Það er hins vegar sjálfsögð kurteisi að húsbílafólk, sem orð aðrir, noti þá þjónustu sem boðið er uppá á svæðinu og þessu fólki sé gert ljóst að það er ekki sjálfsagt að götur bæjarins séu notaðar sem gististaðir.

Myndin: Húsbíllinn á Ægisgötunni í Keflavík aðfararnótt sl. sunnudags.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024