Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sofið út á Suðurnesjum
Föstudagur 24. október 2008 kl. 10:46

Sofið út á Suðurnesjum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag hófust vetrarfrí í flestum grunnskólum á Suðurnesjum og í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og mæta börn aftur í skólana á þriðjudaginn. Vetrarfríin eru orðin fastur liður á hverri haustönn. Enginn kennsla er í skólunum þessa daga en Frístundaskólar eru opnir fyrir þá sem þess óska nema annað sé tekið fram. Foreldrar þurfa að skrá börn sín sérstaklega og samkvæmt starfsmanni Frístundaskóla í Reykjanesbæ verða mörg börn í skólunum þessa daga.

Vetrarfrí gunnskólanna valda röskun atvinnulífinu að mati margra. Vinnustaðir og fjölskyldur þurfa að bregðast við fríinu á einhvern hátt. Mjög skiptar skoðanir eru meðal foreldra vegna vetrarfríana. Til eru dæmi þess að fólk taki hluta orlofs og noti á  þessum dögum. Löng helgi í faðmi fjölskyldunnar er kærkomið eftir törn sem hefur staðið í 9 vikur eða síðan 22.ágúst.  Með samrýmingu vetrarfría á svæðinu geta framhaldsskólanemar passað yngri systkin eða aðstoðað foreldra sem hafa hvorki tök á að vera heima né taka börnin með í vinnu.

Einhver fyrirtæki hafa brugðist við vetrarfríum, sem eru ákveðin með löngum fyrirvara, með því að lágmarka starfsemi þessa daga.