Sofandi og ölvaður ók á ljósastraur
Rétt fyrir kl. 07:00 í morgun var umferðaróhapp á Reykjanesbrautinni við Kúagerði. þar var bifreið ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni sakaði ekki en hann er grunaður um ölvun við akstur og talið að hann hafi sofnað við aksturinn. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.