Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sódavatn Icelandic Glacial vinnur til verðlauna
Fimmtudagur 7. júlí 2016 kl. 15:50

Sódavatn Icelandic Glacial vinnur til verðlauna

Sódavatn frá Icelandic Glacial hlaut á dögunum viðurkenningu frá stofnuninni The International Taste and Quality Institute. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það hafi nýlega hafið framleiðslu á hágæða sódavatni sem tappað er á glerflöskur. Vörunni hefur verið vel tekið á mörkuðum erlendis.

Það voru samtök aðila í veitingageiranum sem veittu sódavatinu viðurkenninguna. Stofnunin sem stendur að henni, The International Taste and Quality Institute, samanstendur af fimmtán stærstu hagsmunasmtökum veitingamanna í Evrópu og segir í tilkynningu frá Icelandic Glacial að viðurkenningin sé fyrirtækinu mikilvægur áfangi í markaðssókn þess inn á mjög sterkan markað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavíkingurinn Jón Ólafsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, kveðst mjög spenntur fyrir þessu skrefi. „Þetta er heil mikil viðurkenning fyrir okkur. Hönnun flöskunnar er stílhrein og sómir vatnsflaskan sér vel á hvaða veisluborði sem er. Við erum að sækja inn á dýrari veitingahús með sódavatnið og erum full samkeppnisfær við þær vörur sem fyrir eru á markaði. Viðurkenningin veitir okkur byr í seglin.“