Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sodastream tæki sprakk í andlit notanda
Föstudagur 7. febrúar 2014 kl. 14:00

Sodastream tæki sprakk í andlit notanda

- Fann fyrir óþægindum í augum eftir að kolsýrt vatn skvettist í þau.

Íbúi í Reykjanesbæ varð fyrir því óhappi að Sodastream tæki sprakk þegar hann var að nota það í fyrrakvöld. Lögregla var kölluð á vettvang og tjáði íbúinn henni að flaskan í tækinu hefði losnað frá, skotist í bringuna á sér og kolsýrt vatn skvest í augu sín. Var viðkomandi orðinn rauður í augum af þessum sökum og ætlaði að fara til læknis ef sér versnaði.

Mikill hvellur varð þegar tækið sprakk að sögn íbúans. Kvaðst hann vera nýbúin að kaupa gashylki og hefði verið búið að nota tækið einu sinni eftir það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024