Sóðaskapur í Innri Njarðvík
Íbúar í Innri Njarðvík eru orðnir langþreyttir á framkvæmdaleysi bæjarstjórnar í hverfinu. Ítrekaðar kvartanir hafa borist vegna sóðalegs umhverfis en íbúar hafa ekki fengið nein svör.
Ósáttir við mölina
Mikið hefur verið kvartað undan ómalbikaðri Njarðvíkurbraut en fyrir nokkrum árum var Njarðvíkurbraut malbikuð að horninu á gömlu verbúðinni en síðan þá hefur ekkert gerst. Undan þessu var kvartað fyrir ári síðan en enn hefur ekkert verið gert í þessum málum.
Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis- og tæknideildar sagði viðgerðir á Njarðvíkurbraut í bígerð og gert væri ráð fyrir að hefja malbikun um næstu mánaðarmót. En það er ekki það eina sem íbúum finnst ábótavant. Íbúar hafa kvartað mikið undan umferðarhraða í Innri Njarðvík og leggja til að settar yrðu upp hraðahindranir til að minnka hraðann. Sérstaklega hafa gatnamótin á Njarðvíkurbraut og Stapagötu reynst hættuleg en á síðasta hálfa ári hafa tvö umferðaróhöpp orðið þar. Við Njarðvíkurbraut búa mörg börn og óttast foreldrar um öryggi þeirra á leið úr og í skóla.
Börnin fá sex rólur
Við Njarðvíkurbraut stendur gamall olíutankur sem hefur staðið þar ónotaður undanfarin 4 ár. Tankurinn hefur verið leiktæki hjá börnum í hverfinu en hann er mjög hár. Við hlið olíutanksins stendur stór tengivagn sem hefur staðið þar í 5 ár óhreyfður og við hlið hans tveir númerslausir bílar sem íbúar kannast ekki við að eiga. Viðar Már sagði að til stæði að fjarlæga tankinn en hann er í eigu olíufélags og hafa viðræður við félagið staðið yfir.
Þá eru íbúar einnig mjög ósáttir við það hvernig staðið hefur verið að fegrun hverfisins. Íbúar eru þeirrar skoðunar að Innri Njarðvík hafi orðið eftir þegar sameining Reykjanesbæjar átti sér stað. Börnin hafa orðið hvað verst úti í þessum málum en að sögn íbúa eru leiktæki á gæsluvelli hverfisins mjög fá. Bæjaryfirvöldum hafa borist undirskriftalisti þar sem íbúar krefjast bóta á aðstöðu gæsluvallarins.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HES) hefur haft nokkur afskipti af umhverfismálum á þessu svæði. Þar má nefna að í fyrra fór HES framá að komið yrði fyrir mengunarvarnabúnaði hjá í fiskþurrkunarfyrirtæki og var það gert. Einnig hefur HES haft afskipti af almennri umgengni um svæðið og fer hún batnandi þó þær úrbætur verði að teljast afar hægfara. Nýlega var t.d. fiskvinnsluhús á svæðinu málað og batnaði ásýnd þess nokkuð við það.
Ósáttir við mölina
Mikið hefur verið kvartað undan ómalbikaðri Njarðvíkurbraut en fyrir nokkrum árum var Njarðvíkurbraut malbikuð að horninu á gömlu verbúðinni en síðan þá hefur ekkert gerst. Undan þessu var kvartað fyrir ári síðan en enn hefur ekkert verið gert í þessum málum.
Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis- og tæknideildar sagði viðgerðir á Njarðvíkurbraut í bígerð og gert væri ráð fyrir að hefja malbikun um næstu mánaðarmót. En það er ekki það eina sem íbúum finnst ábótavant. Íbúar hafa kvartað mikið undan umferðarhraða í Innri Njarðvík og leggja til að settar yrðu upp hraðahindranir til að minnka hraðann. Sérstaklega hafa gatnamótin á Njarðvíkurbraut og Stapagötu reynst hættuleg en á síðasta hálfa ári hafa tvö umferðaróhöpp orðið þar. Við Njarðvíkurbraut búa mörg börn og óttast foreldrar um öryggi þeirra á leið úr og í skóla.
Börnin fá sex rólur
Við Njarðvíkurbraut stendur gamall olíutankur sem hefur staðið þar ónotaður undanfarin 4 ár. Tankurinn hefur verið leiktæki hjá börnum í hverfinu en hann er mjög hár. Við hlið olíutanksins stendur stór tengivagn sem hefur staðið þar í 5 ár óhreyfður og við hlið hans tveir númerslausir bílar sem íbúar kannast ekki við að eiga. Viðar Már sagði að til stæði að fjarlæga tankinn en hann er í eigu olíufélags og hafa viðræður við félagið staðið yfir.
Þá eru íbúar einnig mjög ósáttir við það hvernig staðið hefur verið að fegrun hverfisins. Íbúar eru þeirrar skoðunar að Innri Njarðvík hafi orðið eftir þegar sameining Reykjanesbæjar átti sér stað. Börnin hafa orðið hvað verst úti í þessum málum en að sögn íbúa eru leiktæki á gæsluvelli hverfisins mjög fá. Bæjaryfirvöldum hafa borist undirskriftalisti þar sem íbúar krefjast bóta á aðstöðu gæsluvallarins.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HES) hefur haft nokkur afskipti af umhverfismálum á þessu svæði. Þar má nefna að í fyrra fór HES framá að komið yrði fyrir mengunarvarnabúnaði hjá í fiskþurrkunarfyrirtæki og var það gert. Einnig hefur HES haft afskipti af almennri umgengni um svæðið og fer hún batnandi þó þær úrbætur verði að teljast afar hægfara. Nýlega var t.d. fiskvinnsluhús á svæðinu málað og batnaði ásýnd þess nokkuð við það.