Sóðaskapur á Suðurnesjum

Vegfarandi sem var á ferð um Heiðarenda í Reykjanesbæ um helgina hafði samband við Víkurfréttir vegna sóðaskaps sem hann kom auga. Svo virtist sem einhverjir aðilar hafi stundað það að losa úrgang í gryfju sem er u.þ.b. 50 metra frá veginum. Þarna má aðallega sjá garðaúrgang en einnig ýmislegt venjulegt heimilissorp en svo virðist sem fólk hendi mikið plastpokum og öðru sem fylgir garðaúrganginum. Þetta fyrirfinnst víða hér á Suðurnesjum.

Einnig hafði annar íbúi á Suðurnesjunum samband á dögunum og kvartaði undan sóðaskap á gamla Rockville svæðinu en þar var að finna töluvert magn af fatnaði og öðru slíku á víðavangi.

Fyrir ekki svo löngu var töluvert rætt um mál teng gjaldtöku fyrir losun á sorpi. Ekki er gjald tekið fyrir losun á garðaúrgangi frá heimilum, einungis frá fyrirtækjum og stofnunum. Einnig gildir það sama um almennt heimilissorp í eðlilegu magni.