Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sóðaskapur á staldri fyrir ferðamenn
Rusl á víð og dreif. Mynd/Gulli Jónsson.
Föstudagur 13. maí 2016 kl. 15:45

Sóðaskapur á staldri fyrir ferðamenn

Talsvert rusl má finna á sérstökum áningarstað fyrir ferðamenn við Reykjanesbraut milli Ásbrúar og Flugstöðvarinnar ofan Reykjanesbæjar. Íbúi í Reykjanesbæ birti meðfylgjandi mynd frá sóðaskapnum á Facebook svæðinu - Reykjanesbær, gerum góðan bæ betri, og benti í leiðinni á það að líklega vantaði ruslatunnur á staðinn. Bæjarstjórinn Kjartan Már brást fljótt við póstinum með stuttu svari, „úff,“ og líklegt verður að teljast að fljótlega verði farið í það að bæta úr þessum málum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024