Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Snýst í norðvestan
Þriðjudagur 14. október 2008 kl. 09:15

Snýst í norðvestan

Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Sunnan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en suðaustan 5-10 og rigning öðru hverju um og eftir hádegi. Norðaustlægari í kvöld, en norðvestan 5-10 á morgun og léttir til. Hiti 3 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Gengur í sunnan 8-13 m/s með rigningu vestanlands síðdegis og hlýnandi veðri. Hægari austantil og þurrt fram eftir degi.

Á föstudag:
Sunnan og suðvestanátt, víða 5-10 m/s, en hvassari við suðurströndina. Rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 3 til 8 stig.

Á laugardag:
Allhvöss norðanátt norðvestanlands með snjókomu, en norðvestan 5-10 annars staðar og úrkomulítið um landið sunnanvert. Kólnar í veðri.

Á sunnudag og mánudag:
Lítur út fyrir að gangi í nokkuð hvassa norðlæga átt með éljum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024