Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snýst í norðanátt á morgun
Miðvikudagur 23. maí 2007 kl. 09:21

Snýst í norðanátt á morgun

Á Garðskagavita voru NV4 og tæplega  fimm stiga hiti kl. 9.
Klukkan 6 í morgun var vestlæg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Stöku slydduél á vestanverðu landinu en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestlæg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað með köflum og él eða skúrir, en bjartviðri að mestu suðaustanlands. Gengur í norðan 8-13 með slyddu norðantil í kvöld. Norðvestan 10-15 á morgun, slydda norðan- og austanlands en annars þurrt. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast suðaustanlands en allvíða næturfrost norðanlands.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vestlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku él eða skúrir. Vaxandi norðanátt í fyrramálið og bjartviðri, norðvestan 8-15 síðdegis á morgun. Hiti 3 til 8 stig að deginum.

 

Mynd/elg: Frá Stafnesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024