Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 27. ágúst 2002 kl. 15:03

Snyrtilegt umhverfi í Sandgerði fær viðurkenningar

Umhverfisráð Sandgerðisbæjar veitti íu gærkvöldi umhverfisverðlaun Sandgerðisbæjar fyrir árið 2002 á veitingarhúsinu Vitanum og af því tilefni var bæjarstjórn og verðlaunahöfum boðið til kaffisamsætis. Sólrún Anna Símonardóttir og Jóhann Harðarson hafa unnið ótrauð að endurnýjun húsnæðis og umhverfis húss síns við Strandgötu 18 sem nú hýsir fyrirtækið Jöklaljós. Húsið er orðið hið glæsilegasta og umhverfið í kring er til sóma. Umhverfisráðið er sammála um að fleiri mættu taka sér þau til fyrirmyndar og er stolt að því að veita þeim viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi, húss og lóðar fyrirtækis. Valborg Jónsdóttir og Högni Jensson eru eigendur Hjarðarholt sem er hús númer 19 við Túngötu. Þetta er gamalt hús sem búið er að taka miklum breytingum. Lóðin í kring er stór og til mikills sóma og ber þess merki að mikil alúð er lög í vinnuna. Þau fengu viðurkenningu fyrir endurbætur á eldra húsnæði og lóð.
Friðrik Björnsson og Þórhildur Sigurðardóttir eru nýflutt að Suðurgötu 22. Allir Sandgerðingar hafa séð þetta hús rísa á mettíma og er hreint unun að sjá hve allt hefur gegnið vel. Þarna er allt til fyrirmyndar, bæði hús og lóð. Með þessari viðurkenningu vill ráðið hvetja fleiri til að taka þau sér til fyrirmyndar en þau hafa sýnt okkur að lóðin þarf ekki að bíða lengi þegar nýbygging hefur risið, eins og svo oft vill verða. Þau fengu viðurkenningu fyrir skjótan og góðan frágang á nýbyggingu og lóð.
Verðlaunagarðurinn fyrir árið 2002 er að Oddnýjarbraut 1. Eigendur hans eru María Björnsdóttir og Birgir Kristinsson. Það er ekki hægt að segja annað en að þessi garður sé hreint listaverk þar sem hugsað hefur verið fyrir öllu. Lýsingin er falleg þannig að garðsins er hægt að njóta jafnt að kvöldi til sem og að degi. Hann er vel skipulagður og hönnunin hreint frábær.
Umhverfisráð Sandgerðisbæjar sér fram á að hafa nóg að gera í framtíðinni þar sem umhverfismál voru ofarlega á lista hjá flestum í nýliðnum kosningum og telur afhendingu viðurkenninganna ágætis byrjun á samstarfinu. Ráðið er stolt að því að veita þessar viðurkenningar og vonar um leið að þær verði öðrum til hvatningar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024