Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snúruþurrkaður markríll
Föstudagur 6. ágúst 2010 kl. 08:50

Snúruþurrkaður markríll


Þetta sumar verður eflaust í minnum haft sem makríl-sumarið mikla en mikil ásókn hefur verið í þessa eftirsóknarverðu fisktegund. Bryggjur voru fullar af fólki með veiðiglampa í augum og veiðistöng í hönd. Margvíslegum upplýsingum hefur verið miðlað um verkun og matreiðslu á aflanum og virðist hugmyndaflug og fjölbreytni þar ráða ríkjum.

Þetta er samt með því skemmtilegra sem við höfum rekist á en myndin er tekin í Sandgerði. Hér er verið að þurrka makríl á þvottasnúrunni og þvottaklemmurnar notaður til að hengja flökin upp. Kannski verður þetta eitthvað í líkingu við siginn fisk eða jafnvel skreið, hver veit?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024