Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snúið við vegna bilunar í vökvakerfi
Miðvikudagur 15. maí 2024 kl. 13:28

Snúið við vegna bilunar í vökvakerfi

Boeing 757 þotu Icelandair var í morgun snúið aftur til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Vélin lagði upp frá Keflavíkurflugvelli kl. 10:25 til Glasgow í Skotlandi. Fljótlega eftir flugtak kom upp bilun í vökvakerfi vélarinnar og henni snúið við þegar vélin var komin austur að Markarfljóti.

Flugið var tekin inn yfir landið og út á Faxaflóa. Flogið var fyrir Garðskaga og aðflug úr vestri inn á braut. Þar lenti vélin kl. 11:07.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna lendingarinnar og fylgdu slökkvibílar á eftir vélinni eftir lendingu.

Farþegar til Glasgow fara með örðu flugi kl. 16:00 í dag.

Á myndinni má sjá skjáskot af FlightRadar24 þar sem flugferill vélarinnar sést. Á innfelldu myndinni má sjá mynd af þotunni þar sem hún er að lenda á Keflavíkurflugvelli í morgun.