Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Snúið við vegna bilunar í vökvakerfi
Miðvikudagur 5. mars 2008 kl. 10:42

Snúið við vegna bilunar í vökvakerfi

Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar flugvél á vegum Iceland Express kom inn til öryggislendingar vegna bilunar í vökvakerfi vélarinnar. Vélin var á leið til Lundúna með 95 farþega um borð.

Vélin hafði verið á flugi í um klukkustund þegar viðvörunarljós gáfu til kynna að bilun væri í vélinni. Henni var því snúið við til Keflavíkur, þar sem hún lenti örugglega um kl. 09 í morgun. Um minniháttar bilun var að ræða.

Ákveðið viðbúnaðarstig er sett í gang á Keflavíkurflugvelli þegar atvik sem þessi koma upp. Því var síðan aflýst um leið og ljóst var að vélin hafi lent örugglega.

Mynd: Frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Lögreglubifreið ekur framhjá vél Iceland Express við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024