Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snoop Dogg lentur!
Sunnudagur 17. júlí 2005 kl. 17:49

Snoop Dogg lentur!

Snoop Dogg er kominn á klakann. Það tók töluverðan tíma að koma þessum nýjasta Íslandsvini inn í landið en samkvæmt heimildum Víkurfrétta var viðbúnaður tollgæslunnar og lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli aukinn sökum komu hans.

Aðspurður hvort hann hlakkaði til tónleikanna í kvöld sagðist hann halda það og sagði að lokum „Ísland, ég er kominn!“ Ekki fékkst tóm til að tala frekar við kappann þar sem risavaxnir lífverðir vörðu hann.

Snoop Dogg var að koma frá Stuttgart í Þýskalandi en hann er nú í hljómleikaferð um Evrópu. Tónleikarnir í kvöld eru þeir síðustu í ferðinni. Hann hefur ekki átt sjö dagana sæla í þessari ferð og var síðast kallaður niður af sviðinu í Noregi þar sem hann stóð og reykti en afhafðist lítið annað. Við nánari eftirgrennslan lögreglunnar kom í ljós að hann var með kannabisefni í fórum sér.


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

VF/myndir-Margrét

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024