Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 23. mars 2002 kl. 00:39

Snöggir strákar á Oddi V. Gíslasyni

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík kom 70 tonna netabát til aðstoðar á miðvikudagsmorgunn. Báturinn var á leið út frá Grindavík þegar skyndilega drapst á vélinni rétt fyrir utan innsiglinguna.Þá var klukkan 8:10 og báðu skipverjar strax um aðstoð. Klukkan 8:22 var björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason komin út til þeirra og dró hann bátinn inn til hafnar. Athygli vakti viðbragðstími áhafnar Odds V. Gíslasonar en samkvæmt upplýsingum Slysavarnafélagsins er þessi tími ekkert einsdæmi hjá þeim.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024