Snjóstríð í skrúðgarðinum
Þó Vetur konungur sé ekki allstaðar auðfúsugestur með tilheyrandi ófærð og leiðindaveðri leiðist börnunum ekki fannfergið.
Ljósmyndari Víkurfrétta gekk framhjá þessa hressu stráka í skrúðgarðinum í Njarðvík þar sem þeir voru í hörku snjóstríði í frímínútum.
Strákarnir sem eru á aldrinum 7 til 10 ára segja gaman að leika sér í snjónum, en samt er þó skemmtilegra í sólinni á sumrin.
Kapparnir voru ekki feimnir við að stilla sér upp fyrir myndatöku og átti ljósmyndari fótum sínum fjör að launa þegar snjóboltum rigndi yfir hann að myndatöku lokinni.
Ljósmyndari Víkurfrétta gekk framhjá þessa hressu stráka í skrúðgarðinum í Njarðvík þar sem þeir voru í hörku snjóstríði í frímínútum.
Strákarnir sem eru á aldrinum 7 til 10 ára segja gaman að leika sér í snjónum, en samt er þó skemmtilegra í sólinni á sumrin.
Kapparnir voru ekki feimnir við að stilla sér upp fyrir myndatöku og átti ljósmyndari fótum sínum fjör að launa þegar snjóboltum rigndi yfir hann að myndatöku lokinni.