Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snjóplógar varna þotu Air Berlin brottför - myndir
Snjóplógarnir varna því að þotan verði fjarlægð. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 20. október 2017 kl. 14:40

Snjóplógar varna þotu Air Berlin brottför - myndir

Snjóplógar af stærstu gerð varna því að þota Air Berlin geti yfirgefið Keflavíkurflugvöll. Þá hefur þotunni verið komið fyrir á austurhlaði Keflavíkurflugvallar við svokallað silfurhlið þar sem staðin er sólarhrings vakt.
 
Isavia lét kyrrsetja þotuna í gærkvöldi vegna skulda flugfélagsins við flugvöllinn. Farþegum vélarinnar var boðið var með annarri þotu Air Berlin til Þýskalands.
 
Isavia hefur heimildir í loftferðalögum til þess að kyrrsetja loftför svo tryggja megi greiðslu vangoldinna gjalda, og hefur því úrræði verið beitt einu sinni áður á Keflavíkurflugvelli.
 
Um er að ræða vanskil á gjöldum sem stofnaðist til áður en Air Berlin fór í greiðslustöðvun. Þessi aðgerð er hins vegar eina úrræðið sem félagið hefur til þess að tryggja greiðslu skuldar Air Berlin.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024