Snjómugga í dag
Austan 3-8 á í dag við Faxaflóa og snjómugga síðdegis, en þurrt norðantil. Frost 0 til 8 stig, segir í veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Faxaflóa.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austan 5-13 m/s og snjókoma eða slydda með köflum sunnanlands, hiti um frostmark. Hægari vindur og stöku él í öðrum landshlutum með frosti á bilinu 0 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Vaxandi austanátt og þykknar upp. Hvassviðri S- og SA-til um kvöldið með snjókomu, slyddu eða rigningu, en úrkomulítið nyrðra. Hlýnandi veður.
Á föstudag:
Austan hvassviðri og rigning, talsverð SA- og A-lands. Hægari suðlæg átt eftir hádegi með skúrum, en rofar til fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með skúrum eða slydduéljum, en bjartviðri norðanlands. Hiti 2 til 7 stig.
Á mánudag:
Snýst í norðaustlæga átt með skúrum eða éljum víða um land og kólnar heldur.