Snjómokstur í Suðurnesjabæ eins og aðstæður leyfa
Snjómokstur verður í Suðurnesjabæ í dag eins og aðstæður leyfa en búast má við erfiðum aksturskilyrðum og að færð geti spillst í vestan hvassviðri eða stormi sem spáð er í dag en í veðrinu er einnig gert ráð fyrir dimmum éljum.
Íbúar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um veður og færð og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Vísað er á vefsíður Almannavarna; almannavarnir.is og Vegagerðarinnar; vegagerdin.is og umferdin.is.