Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snjókoma fram eftir degi
Fimmtudagur 8. desember 2011 kl. 09:43

Snjókoma fram eftir degi


Norðaustan 3-8, skýjað og þurrt að mestu, en 5-10 og dálítil snjókoma syðst fram eftir degi. Norðan 3-10 og skýjað með köflum á morgun. Frost 1 til 8 stig, en kólnandi á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 5-10 og dálítil snjókoma af og til. Norðan 3-10 og skýjað með köflum á morgun. Frost 1 til 5 stig, en kólnandi á morgun.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Gengur í austan 8-15 m/s við suðvesturströndina. Annars hægari vindur. Dálítil él við suður- og austurströndina, en þurrt og bjart að mestu í öðrum landshlutum. Frostlaust við suðurströndina, en annars talsvert frost.

Á sunnudag og mánudag:
Austlæg átt 8-15 m/s, hvassast við suðausturströndina. Snjókoma eða él um landið austanvert, en léttskýjað vestantil. Hiti kringum frostmark við sjávarsíðuna, en frost 5 til 10 stig til landsins.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með snjókomu eða éljum fyrir norðan og austan, en lengst af þurrt um landið suðvestanvert. Frost um mest allt land.